Um helgina verða fyrstu fjárréttir haustsins 2014 haldnar í Skagafirði. Er þar um að ræða Selnesrétt á Skaga, Skarðarétt í Gönguskörðum, Staðarrétt og Mælifellsrétt.
Varmahlíðarskóli auglýsir eftir þroskaþjálfa í 80% stöðuhlutfall. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Í starfinu felst umsjón með námi og skólagöngu nemenda með sértæka námsaðlögun.
Námsefnisgerð og einstaklingskennsla er stór hluti af daglegum störfum.
Á heimasíðu Skagafjarðarveitna segir að enn sé komin upp bilun í hitaveitunni. Að þessu sinni í dælustöð við Víðihlíð. Því mun þurfa að loka fyrir vatnið í Barmahlíð og Háuhlíð fram eftir degi.