Um er að ræða afleysingar um það bil frá mánaðarmótum júlí/ágúst til eins árs. Til greina kemur að ráða fólk með aðra háskólamenntun sem nýtist í starfinu ef ekki tekst að ráða þroskaþjálfa.
Á heimasíðu Byggðasafnsins segir að ísbjörninn sem hafi verið fóstraður síðastliðin sumur í Minjahúsinu á Sauðárkróki hafi nú fengið sinn fasta samastað. Hann stendur nú ekki lengur á verkstæðistorginu heldur hefur hann fengið viðeigandi klefa.
Nýsköpunarmiðstöð Íslands, ásamt Sveitarfélaginu Skagafirði og Kaupfélagi Skagfirðinga, efnir til samkeppni um góðar viðskiptahugmyndir í Skagafirði. Einstaklingum, hópum og fyrirtækjum er boðið að senda inn verkefni og sækja um þátttöku. Við minnum á að umsóknarfresturinn er að renna út eftir tvo daga, er til 12. júní.