Fara í efni

Grunnskólinn austan vatna lengir umsóknarfrest

23.06.2014

Grunnskólinn austan Vatna auglýsir eftirfarandi kennslustöður lausar til umsóknar:

 

Starfsstöð: Hofsós

Smíðakennari, handmenntakennari, myndmenntakennari:
Um er að ræða 30% starfshlutfall í hverju.

Umsjónarkennari:
Um er að ræða 60% starf í 7. og 8. bekk í bland við aðrar kennslugreinar á unglingastigi eða í fagi. Æskilegt sérsvið á sviði raungreina, heimilisfræði og upplýsingatækni.  (Mögulegt að hækka starfshlutfall í allt að 100% með fyrrgreindri list og verkgreinakennslu.)

 

Starfsstöð: Hólar í Hjaltadal.

Umsjónarkennari, tímabundið vegna fæðingarorlofs, 1. ágúst 2014 – 31.júlí 2015.
Um er að ræða 100% starf í 5. – 7. bekk, mjög fjölbreyttar kennslugreinar að meðtöldum list og verkgreinum.

Almennur kennari:
Um er að ræða 90% starfshlutfall. Fjölbreyttar kennslugreinar svo sem samfélagsfræði, náttúrufræði, tungumál, list og verkgreinar.

 

Starfsstöð: Sólgarðar.

Um er að ræða skipta stöðu deildarstjórnunar og almennrar kennslu sem gerir ráð fyrir 21 tíma kennsluskyldu miðað við fullt starf. Fjölbreyttar kennslugreinar svo sem íslenska, tónmennt, hannyrðir og fleira.

 

Hæfniskröfur:

  • Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari.
  • Faglegur metnaður.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Reynsla og áhugi á að starfa með börnum.

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og Samband íslenskra sveitafélaga. 

Umsóknarfrestur er til  miðnættis 6. júlí 2014.

 

Umsóknum skal skila í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins Skagafjarðar (störf í boði) eða í íbúagátt sveitarfélagsins.


Nánari upplýsingar um störfin veitir Jóhann Bjarnason, skólastjóri, í síma 865-5044 eða með því að senda fyrirspurn á johann@gsh.is.

 Sækja um