Fara í efni

Málefni fatlaðs fólks auglýsir eftir þroskaþjálfa

13.06.2014

Málefni fatlaðs fólks: Þroskaþjálfa vantar í Skagafjörð.

 

Okkur vantar þroskaþjálfa til starfa hjá okkur.  Um er að ræða afleysingar um það bil frá mánaðarmótum júlí/ágúst til eins árs í eftirfarandi störf. Til greina kemur að ráða fólk með aðra háskólamenntun sem nýtist í starfinu ef ekki tekst að ráða þroskaþjálfa.

 Ráðgjafi í málefnum fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra, 50% starf

Við leitum að þroskaþjálfa (ráðgjafarþroskaþjálfa) eða einstaklingi með aðra háskólamenntun sem nýtist m.a. í ráðgjöf, fræðslu, frumgreiningu og stuðningi við þjónustunotendur, stjórnendur, og starfsmenn.  Reynsla af stefnumótun og  innleiðingu nýjunga æskileg. Áhersla á reynslu á framangreindum sviðum.

  Forstöðumaður skammtímavistunar á Sauðárkróki, 50% starf

Við leitum að þroskaþjálfa eða einstaklingi með aðra háskólamenntun sem nýtist í m.a. faglegri og rekstrarlegri stjórnun, áætlanagerð, rekstri, starfsmannahaldi og samhæfingu starfseminnar. Því er reynsla af stjórnun mikilvæg. Viðkomandi ber ábyrgð á starfs-, þjónustu- og rekstraráætlunum stofnunar í samráði við félagsmálastjóra og aðra yfirmenn. Samskipti og ráðgjöf við aðstandendur eru einnig snar þáttur starfsins.

  Yfirþroskaþjálfi eða deildarstjóri skammtímavistunar 80% starf

Starfið felur í sér aðstoð við notendur og umsjón sérstakra verkefna og samræmingu faglegs starfs í skammtímavistun. Viðkomandi veitir ráðgjöf til samstarfsaðila og starfar í nánu samstarfi við forstöðumann.

 Annað:

Æskilegt þykir að umsækjandi geti tekið að sér tvö af þessum störfum í 100% starfi. Í dag gegnir sami þroskaþjálfi starfi ráðgjafa og forstöðumanns.

Við leitum að samstarfsmanni með góða vitund fyrir sjálfum sér og hvernig hann geti nýtt hæfileika sína sem best í þágu notenda, ríka ábyrgðartilfinningu, virðingu í mannlegum samskiptum og skilning á mannlegum þörfum, vera opinn og jákvæður í viðmóti, tilbúinn að tileinka sér nýjar hugmyndir og hafa metnað í starfi.

 Starfið hentar bæði körlum sem konum.

 

Upplýsingar veita Gunnar M. Sandholt, félagsmálastjóri, sandholt@skagafjordur.is , farsími 897-5485, vinnusími 455-6000, og Dóra Heiða Halldórsdóttir doraheida@skagafjordur.is , 455-6000, farsími 692-7511.

Umsóknarfrestur er til 27. júní 2014.

Sótt er um störfin á heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is  (störf í boði) eða í íbúagátt sveitarfélagsins.

Sækja um