Á Hofsós vantar smíða-, handmennta-, myndmennta- og umsjónarkennara.
Blönduð staða deildarstjórnunar og almennrar kennslu er laus á Sólgörðum, ásamt því að kennara og umsjónarkennara vantar á Hóla í Hjaltadal.
Búið er að ganga frá myndun meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks fyrir næsta kjörtímabil. Framsóknarflokkurinn fékk 5 menn kjörna og Sjálfstæðisflokkurinn 2, Vinstri grænir og óháðir og Skagafjarðarlistinn sinn mann hvor.
Nýsköpunarmiðstöð Íslands, ásamt Sveitarfélaginu Skagafirði og Kaupfélagi Skagfirðinga, efnir til samkeppni um góðar viðskiptahugmyndir í Skagafirði. Einstaklingum, hópum og fyrirtækjum er boðið að senda inn verkefni og sækja um þátttöku. Umsóknarfrestur er til 12. júní.
Miðvikudaginn 4. júní var undirritaður verksamningur milli Skagafjarðarveitna og Frumherja ehf. vegna mælaleigu.
Samningurinn er til 12 ára sem er löggildingatími mælanna. Frumherji leigir Skagafjarðarveitum mælana og sér um viðhald og þjónustu.
Sveitarfélagið Skagafjörður efnir til umhverfisdaga dagana 7. til 9. júní nk.
Takmarkið er fegurra umhverfi og því skiptir miklu máli að íbúar taki höndum saman og tíni rusl og snyrti í kringum lóðir sínar og á nærliggjandi opnum svæðum.