Fara í efni

Ræsing í Skagafirði

05.06.2014

Verkefnisstjórn skipar dómnefnd sem velur umsóknir til áframhaldandi þróunar, þar sem fullbúin viðskiptaáætlun er unnin, með það í huga að verkefnið sé tilbúið til fjárfestakynningar og reksturs.

Þátttakendur fá 12 vikur til að vinna viðskiptaáætlun fyrir verkefni sín með stuðningi verkefnisstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar við gerð viðskiptaáætlunar og hugsanlega við vöruþróun og frumgerðasmíði.

Gildar umsóknir

Allir geta sótt um þátttöku í verkefninu. Verkefnið leggur áherslur á viðskiptahugmyndir sem;

  • Eru atvinnuskapandi í Skagafirði
  • Hvetja til rannsóknartengdrar nýsköpunar
  • Auka framboð á atvinnu fyrir fólk með háskólamenntun
  • Sem eru ekki í beinni samkeppni við önnur fyrirtæki á svæðinu
  • Teymið bak við hugmyndina sé hæft og tilbúið að vinna að hugmyndinni
  • Eru tæknilega framkvæmanlegar á þessum tímapunkti
  • Hafa raunverulegan markhóp sem hægt er að sækja á

Dómnefnd skipuð af samstarfsaðilum verkefnisins velur allt að fjórar umsóknir sem verða ræstar til frekari vinnslu.

Dómnefnd getur hafnað öllum umsóknum og valið að; auglýsa verkefnið upp á nýtt, fela verkefnisstjóra að vinna með umsækjendum við að bæta umsóknir eða hvetja til samstarfs einstaklinga, fyrirtækja eða hópa til að styrkja umsóknirnar og verkefnin.

Umsóknir þurfa að berast fyrir 12. júní

Verðlaun

Einungis verkefni sem fullklára viðskiptaáætlun eiga rétt á verðlaunum. Sigurvegari hlýtur allt að 1 milljón í verðlaun. Dómnefnd getur úrskurðað að engin viðskiptaáætlun hljóti fyrsta sætið eða að deila eigi fyrstu verðlaunum á fleiri þátttakendur.

Tvær milljónir eru settar í þróunarpott til að standa straum af hugsanlegum kostnaði við gerð viðskiptaáætlana og er úthlutað af dómnefnd. Dómnefnd metur þörf verkefnanna fyrir fjármagn. Greitt er úr þróunarpotti í tvennu lagi. Fyrst við upphaf verkefnisins og aftur þegar viðskiptaáætlun hefur verið skilað.

Þróunarpottur

Þær viðskiptahugmyndir sem dómnefnd velur að ræsa, geta fengið úthlutun úr þróunarpotti verkefnisins. Tvær milljónir eru í þróunarpottinum sem ætlaður er til að standa straum af kostnaði við gerð viðskiptaáætlana. Dómnefnd metur þörf verkefnanna fyrir fjármagn og úthlutar.

Þróunarpotturinn getur til dæmis styrkt viðskiptahugmyndir vegna;

  • Kaupa á markaðsgögnum
  • Efniskostnaðar við smíði á frumgerðum
  • Kostnaðar við tæknilega ráðgjöf
  • Kostnaðar við minniháttar aðkeyptrar þjónustu (t.d. innihalds rannsóknir)
  • Kostnaðar við grafíska uppsetningu og myndvinnslu
  • Ferðakostnaðar við öflun gagna fyrir viðskiptaáætlunina

Nánari upplýsingar

Þorsteinn Broddason, verkefnisstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, veitir allar frekari upplýsingar um verkefnið í síma 522 9482 eða á netfanginu steini@nmi.is.

http://nmi.is/studningur/styrkir-og-studningsverkefni/raesing/umsoknareydublad/