Skáli frá 11. öld fannst á Hamri í Hegranesi
04.06.2014
Fréttir
Á heimasíðu Byggðasafns Skagfirðinga segir að starfsmenn Fornleifadeildar hafi unnið við fornleifauppgröft á Hamri í Hegranesi undanfarnar tvær vikur. Ábúendur eru að fara að byggja við íbúðarhúsið sem stendur á sama stað og húsin fyrr á öldum og í ljós kom 11. aldar skáli.