Fara í efni

Leikskólinn Ársalir auglýsir lausar stöður - umsóknarfrestur lengdur

02.06.2014

 Leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki óskar eftir að ráða í eftirtaldar stöður:

 

Deildarstjóri: 

Um er að ræða 100 % starfshlutfall, frá og með 11. ágúst 2014.

Leikskólakennarar: 

Um er að ræða tvær stöður leikskólakennara, 100 % starfshlutfall frá 11. ágúst 2014.

Hæfniskröfur: 
Leyfi til að nota starfsheitið leikskólakennari. 
Faglegur metnaður.
Hæfni í mannlegum samskiptum.
Reynsla og áhugi á að starfa með börnum.

 Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og launanefndar sveitarfélaga.

 

Starfsmenn í afleysingum:

Hæfniskröfur:  
Reynsla og áhugi á að starfa með börnum.
Hæfni í mannlegum samskiptum.

 Launakjör eru samkvæmt Kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kjalar eða Öldunnar stéttarfélags.

 

Í Ársölum er unnið með SMT-skólafærni, Lífsleikni og Tákn með tali. Gott samstarf er við Árskóla á mörkum skólastiga. Ársalir er níu deilda leikskóli og næsta leikskólaár verða þar væntanlega 165 börn á aldrinum 1-6 ára.

 Umsóknarfrestur er til miðnættis 22. júní 2014. 

Sótt er um störfin á heimasíðu Sveitarfélagsins, www.skagafjordur.is.  (störf í boði) eða í íbúagátt sveitarfélagsins.                                                                                                 

Nánari upplýsingar veitir Anna Jóna Guðmundsdóttir, leikskólastjóri í síma 455 6090 eða með því að senda fyrirspurn á arsalir@skagafjordur.is