Til íbúa í neðri bænum á Sauðárkróki

Á heimasíðu Skagafjarðarveitna segir að vegna bilunar í stofnæð þurfi að loka fyrir heita vatnið  í neðri bænum á Sauðárkróki frá kl. 18:00 í dag  og þar til viðgerð lýkur.  Ekki er vitað hversu langan tíma viðgerðin mun taka, en beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.