Heitavatnslaust í Háuhlíð og Barmahlíð

Enn er komin upp bilun í hitaveitunni. Að þessu sinni í dælustöð við Víðihlíð. Því mun þurfa að loka fyrir vatnið í Barmahlíð og Háuhlíð fram eftir degi. Skagafjarðarveitur harma óþægindi sem af þessu hljótast.