Fara í efni

Leikskólakennari óskast til starfa við Birkilund, Varmahlíð

25.08.2014

Leikskólakennari óskast til starfa við leikskólann Birkilund sem fyrst í 75% starfshlutfall.

Um er að ræða afleysingu til 31. júlí 2015.
Ef ekki fæst leikskólakennari verður annar ráðinn í starfið.

Í Birkilundi er unnið með SMT skólafærni og Stig af stigi. Birkilundur er í samstarfsverkefni  með Varmahlíðarskóla þar sem áhersla er lögð á félagsleg samskipti. Birkilundur er tveggja deilda leikskóli. Þar eru 32 börn á aldrinum 1-6 ára.

Sótt er um starfið á heimasíðu sveitarfélagsins (störf í boði) eða í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins.

Umsóknarfrestur er til og með 2. september.

Laun eru skv. kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna FL.
Nánari upplýsingar veitir Steinunn leikskólastjóri í síma 453-8215 eða í netfanginu birkilundur@skagafjordur.is.

Sækja um