Nýsköpunarmiðstöð Íslands, ásamt Sveitarfélaginu Skagafirði og Kaupfélagi Skagfirðinga, efnir til samkeppni um góðar viðskiptahugmyndir í Skagafirði. Einstaklingum, hópum og fyrirtækjum er boðið að senda inn verkefni og sækja um þátttöku. Við minnum á að umsóknarfresturinn er að renna út eftir tvo daga, er til 12. júní.
Á Hofsós vantar smíða-, handmennta-, myndmennta- og umsjónarkennara.
Blönduð staða deildarstjórnunar og almennrar kennslu er laus á Sólgörðum, ásamt því að kennara og umsjónarkennara vantar á Hóla í Hjaltadal.
Búið er að ganga frá myndun meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks fyrir næsta kjörtímabil. Framsóknarflokkurinn fékk 5 menn kjörna og Sjálfstæðisflokkurinn 2, Vinstri grænir og óháðir og Skagafjarðarlistinn sinn mann hvor.
Nýsköpunarmiðstöð Íslands, ásamt Sveitarfélaginu Skagafirði og Kaupfélagi Skagfirðinga, efnir til samkeppni um góðar viðskiptahugmyndir í Skagafirði. Einstaklingum, hópum og fyrirtækjum er boðið að senda inn verkefni og sækja um þátttöku. Umsóknarfrestur er til 12. júní.