Í dag lýkur hinni árlegu lista- og menningarhátíð Skagfirðinga en í vikunni hafa verið í boði margir viðburðir og fjöldi manns sem hefur lagt hönd á plóginn til að gera Sæluvikuna sem fjölbreyttasta.
Það er óhætt að segja að laugardagurinn í Sæluviku sé langur því það er listinn yfir viðburði dagsins og því úr mörgu að velja. Frá morgunkaffi í Ljósheimum til trúbbakvölds á Kaffi-Krók.
Í dag eru stéttarfélögin í Skagafirði með hátíðardagskrá í bóknámshúsi FNV og björgunarsveitin Skagfirðingasveit fagnar 50 ára afmæli með opnu húsi í Sveinsbúð. Þetta er aðeins brot af því sem í boði er þennan föstudaginn.
Fjölskyldusvið Sveitarfélagsins Skagafjarðar auglýsir laust til umsóknar starf við heimaþjónustu á Hofsósi og í nágrenni. Um 30% starf er að ræða og viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Ýmislegt er um að vera í Skagafirði í dag. Möguleikhúsið kemur í heimsókn á alla leikskólana, sundmót verður á Króknum og sýningar í Bifröst og Miðgarði.
Kubb spilamennskunni og sundlaugarpartýinu sem vera átti í dag er frestað um viku, til miðvikudagsins 6. maí, vegna leiks Tindastóls og KR í úrslitum meistaraflokks karla í körfubolta