Fara í efni

Margt á döfinni í menningarlífinu í Skagafirði

04.05.2015

Þótt sannkallaðri menningarveislu sé lokið með Sæluviku Skagfirðinga eru fjölmargir menningarviðburðir framundan í firðinum.

Leikfélag Sauðárkróks heldur áfram sýningum á verkinu Barið í brestina eftir Guðmund Ólafsson í Bifröst og eru sýningar á þriðjudag kl. 20, fimmtudag kl. 20, föstudag kl. 23, laugardag kl. 17 og sunnudag kl. 20.

Sýning á bútasaumi sjö vinkvenna heldur áfram í Kakalaskálanum í Kringlumýri og verður opin frá kl. 14-17 9.-10. maí nk.

Föstudaginn 8. maí kl. 17 verða tónleikar í Menningarhúsinu Miðgarði þar sem fram koma finnski karlakórinn Coro Finlandia undir stjórn Henrik Wikström, og karlakórinn Heimir undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar.

Þá munu norðlensku tenórarnir Kristján Jóhannsson, Óskar Pétursson og Árni Geir Sigurbjörnsson halda tónleika í Menningarhúsinu Miðgarði mánudaginn 1. júní kl. 10. Undirleikari er Aladár Rácz og kynnir er Valgerður Guðnadóttir.