Sæluvika Skagfirðinga 2015 var formlega sett í Húsi frítímans í gær, sunnudaginn 26. apríl. Það var Stefán Vagn Stefánsson, formaður Byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem setti Sæluvikuna að þessu sinni.
Í dag, sunnudaginn 26. apríl, verður lista- og menningarhátíð Skagfirðinga sett í Húsi frítímans á Sauðárkróki kl 14. Flutt verður ávarp, tónlistaratriði og kynnt úrslit í vísnakeppni Héraðsskjalasafnsins.
Nú styttist í Sæluvikuna, lista- og menningarhátíð Skagfirðinga, en setning hennar verður næstkomandi sunnudag. Forsælan er samt komin á fullt og margir viðburðir í boði.
Í dag lætur Arna Kristjánsdóttir af störfum í Ráðhúsinu á Sauðárkróki eftir margra ára dygga þjónustu. Arna er búin að starfa í Ráðhúsinu síðan um mitt ár 2003 eða í tæp 12 ár en nú ætlar hún að flytja sig um set suður til Selfoss í námunda við systur sína.