Kubbur og sundlaugarpartý

Í dag standa starfsmenn í Húsi frítímans fyrir fjölskyldumóti í spilinu kubb á Flæðunum við sundlaugina á Króknum. Spilað verður milli kl 17 og 18 og fá allir þátttakendur frítt í sund eftir spilamennskuna. Um kvöldið heldur svo fjörið áfram því kl 20 hefst sundlaugarpartý í í sundlaug Sauðárkróks. Nú skín sólin og hitastigið hefur hækkað þannig að útileikir og sundferð eru vel við hæfi.