Þriðjudagur í Sæluviku

Af facebooksíðu Leikfélags Sauðárkróks
Af facebooksíðu Leikfélags Sauðárkróks

Í dag er gott að vera innandyra enda svalt úti þó almanakið segi okkur að það sé komið sumar. Það er ýmislegt í boði í dag s.s. sölusýning Iðju-Hæfingar, bókamarkaður Gallerí Lafleur, myndlistarsýningin í Gúttó og opið hús í Maddömukoti. Tónlistarskóli Skagafjarðar verður með vortónleika kl 18 og í Gallerí Lafleur er kynning á Sahaja jóga. Nemendur í leiklistarvali í Varmahlíðarskóla sýna, Útskriftarferðina, kl 12:30 í Menningarhúsinu Miðgarði og er aðgangur ókeypis. Kl 20 er sýning í Bifröst á leikverkinu ,Barið í brestina, í leikstjórn Þrastar Guðbjartssonar.