Fara í efni

Sæluvikulok

03.05.2015
Smábátahöfnin - mynd feykir.is

Í dag lýkur hinni árlegu lista- og menningarhátíð Skagfirðinga en í vikunni hafa verið í boði margir viðburðir og fjöldi manns sem hefur lagt hönd á plóginn til að gera Sæluvikuna sem fjölbreyttasta.

Kynning á sjóböðum verður við aðstöðu Siglingaklúbbsins Drangeyjar kl 11 en það er Benedikt Lafleur sjósundskappi sem kynnir sjóböð fyrir byrjendur og lengra komna. Á hádegi hefst Fiskisælan í Ljósheimum en innkoman fer til styrktar einhverju góðu málefni.  Maddömukot verður að sjálfsögðu opið yfir miðjan daginn  og einnig sýningin í Kakalaskálanum og skemmtileg teiknimynd verður í Króksbíói kl 16. 

Í félagsheimilinu Melsgili verður Kvenfélag Staðarhrepps með flóamarkað þar sem mun kenna ýmissa grasa, bæði gamalt og nýtt verður á boðstólum og hefst markaðurinn kl 14. Spiluð verður félagsvist í Ljósheimum kl 20 og formlegri dagskrá lýkur með sýningu Leikfélags Sauðárkróks á  verkinu Barið í brestina.

Vonandi hafa allir fundið eitthvað við sitt hæfi og notið Sæluvikunnar þetta árið.