Frestun á kubbi og sundlaugarpartý til 6. maí

Vegna leiks Tindastóls og KR í úrslitum meistaraflokks karla í körfubolta, hefur viðburðum á vegum Húss frítímans og sundlaugarinnar á Sauðárkróki í dagskrá Sæluviku, fjölskyldumóti í Kubbi og sundlaugapartýi, verið frestað til miðvikudagsins 6. maí.

Fjölmennum á leikinn og styðjum strákana. Áfram Tindastóll!