Starf við heimaþjónustu er laust til umsóknar - Hofsós og nágrenni

Starf við heimaþjónustu er laust til umsóknar
-Hofsós og nágrenni-

Fjölskyldusvið Sveitarfélagsins Skagafjarðar auglýsir laust til umsóknar starf við heimaþjónustu á Hofsósi og í nágrenni. Um 30% starf er að ræða og viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Í starfinu felst aðstoð við þrif og önnur heimilisstörf á heimilum þjónustuþega.

Hæfniskröfur: Lögð er áhersla á stundvísi, gagnkvæma virðingu og háttvísi í starfi. Reynsla af umönnunarstörfum er æskileg.

Umsóknarfrestur er til og með 14. maí 2015

Starfið hentar konum jafnt sem körlum. Laun og önnur starfskjör fara eftir kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við Kjöl eða Ölduna stéttarfélag.

Umsóknum sem greina frá menntun og fyrri störfum skal skila í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is (störf í boði) eða í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins.

Nánari upplýsingar um starfið gefur Aðalbjörg Hallmundsdóttir, félagsráðgjafi, allah@skagafjordur.is, s: 455-6000.