Steinn Ástvaldsson lætur af störfum hjá Sveitarfélaginu Skagafirði

Í dag er síðasti vinnudagur Steins Ástvaldssonar hjá Sveitarfélaginu Skagafirði þar sem þessi bráðungi maður lætur nú af störfum fyrir aldurs sakir.

Steini hefur þjónað samfélagi okkar í 41 ár af samviskusemi og dugnaði. Það eru ófá handtökin sem liggja eftir hann vítt og breitt um Skagafjörðinn.

Við þökkum Steini fyrir alla hans vinnu og hans mikla framlag til uppbyggingar samfélagsins á undanförnum áratugum. Við óskum honum jafnframt velfarnaðar í hverju því sem hann tekur sér fyrir hendur á komandi árum.