Barnaleikrit og sundmót

Það er að koma skip - mynd Menningarh.  Miðgarður
Það er að koma skip - mynd Menningarh. Miðgarður

Tíminn flýgur áfram og nú er kominn fimmtudagur í sæluviku. Það er flott dagskrá í dag fyrir alla aldurshópa þannig að engum ætti að leiðast. Möguleikhúsið flytur barnaleikritið Prumpuhóllinn í öllum leikskólunum í dag og er fyrsta sýningin strax í býtið fyrir nemendur Birkilundar. Nemendur 1. - 4. bekkjar Árskóla bjóða eldri borgurum í sumarsælukaffi í Árskóla kl 10 og svo er opið í Maddömukoti kl 14-17.  Ratleikur á vegum Húss frítímans verður við gamla barnaskólann við Freyjugötu og verður þátttakendum boðið í pylsupartý að leik loknum.

 Í sundlaug Sauðárkróks verður hið árlega bikarmót Kiwanis og sunddeildar Tindastóls og hefst það kl 17 sem og vortónleikar Tónlistarskóla Skagafjarðar í félagsheimilinu Höfðaborg. Skotta kvikmyndafjelag heldur upp á 10 ára afmæli sitt að Aðalgötu 24 og í tilefni af því verður opið hús milli kl 17 og 18.  Leikfélag Sauðárkróks sýnir verkið, Barið í brestina, í Bifröst kl 20 og leikhópurinn Frjósamar freyjur og frískir menn sýna söngleikinn, Það er að koma skip, í Miðgarði kl 20:30. Og fyrir þá sem vilja vaka lengur er gamanmyndin Get hard sýnd í Króksbíói kl 23.