Fara í efni

Fréttir

Mikil eftirspurn eftir íbúðum í Skagafirði

11.10.2016
Fréttir
Um þessar mundir er mikil eftirspurn eftir íbúðum og lóðum undir nýbyggingar í Skagafirði. Er það í takt við mikla fjölgun íbúa í Sveitarfélaginu Skagafirði á liðnum mánuðum en undanfarna 11 mánuði hefur íbúum þess fjölgað um 84.

Íslandsmót í boccia um næstu helgi á Sauðárkróki

11.10.2016
Fréttir
Gróska íþróttafélag fatlaðra í Skagafirði stendur fyrir Íslandsmóti í Boccia í einstaklingskeppni helgina 15. - 16. október í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Mótið er haldið í samvinnu við Íþróttasamband fatlaðra og er þetta í fjórða sinn sem keppni sem þessi fer fram á Sauðárkróki.

Námsferð til Skotlands

06.10.2016
Fréttir
Dagana 26. – 28. september síðastliðinn fóru stjórnendur í skólum Skagafjarðar og starfsmenn á fjölskyldusviði sveitarfélagsins í námsferð til Skotlands. Ferðin var liður í verkefni sem fræðsluþjónusta sveitarfélagsins stendur fyrir og kallast ,,Innra og ytra mat í skólum Skagafjarðar“.

Landinn heimsækir leik- og grunnskólann á Hólum

05.10.2016
Fréttir
Leik- og grunnskólinn á Hólum í Hjaltadal eru staðsettir í sama húsnæði. Eitt af samvinnuverkefnum skólanna er sláturgerð á haustin, en það er fastur liður í skólastarfinu og hefur verið frá árinu 2004. Börnin sjá um sláturgerðina með aðstoð kennara og starfsfólks.

Dansmaraþon í Árskóla

05.10.2016
Fréttir
Nú er komið að hinum árlega viðburði að 10. bekkingar í Árskóla hefja dansmaraþon og munu dansa frá kl 11 í dag 5. október til kl 11 í fyrramálið.

Sundlaugin á Hofsósi óskar eftir að ráða kvenmann til starfa

03.10.2016
Fréttir
Upphaf starfs er 1. nóvember 2016 eða eftir samkomulagi, í 45% starfshlutfalli. Um framtíðarstarf er að ræða.

Kjörstaðir við Alþingiskosningar

29.09.2016
Fréttir
Kjörstaðir í Sveitarfélaginu Skagafirði við Alþingiskosningar 29. október 2016

Umhverfisviðurkenningar sveitarfélagsins

27.09.2016
Fréttir
Í síðustu viku voru veittar umhverfisviðurkenningar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og voru þær fimm að þessu sinni. Soroptmistaklúbbur Skagafjarðar hefur séð um framkvæmdina þau 12 ár sem viðurkenningar hafa verið veittar.

Framlengdur umsóknarfrestur um stöðu sjúkraliða í Dagdvöl aldraðra

23.09.2016
Fréttir
Laus tímabundin staða sjúkraliða í Dagdvöld aldraðra.