Fara í efni

Fréttir

Nýtt geymslusvæði á Hofsósi

09.09.2016
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður hefur opnað afgirt geymslusvæði á Hofsósi, norðan áhaldahúss. Þar geta menn leigt pláss fyrir tæki og tól sem þarfnast geymslu.

Laust starf á sambýlinu Fellstúni

09.09.2016
Fréttir
Fjölskylduþjónusta Skagafjarðar auglýsir 94% starf á sambýlinu Fellstúni laust til umsóknar. Um framtíðarstarf er að ræða.

Laus tímabundin staða sjúkraliða í Dagdvöl aldraðra

09.09.2016
Fréttir
Fjölskylduþjónusta Skagafjarðar auglýsir lausa stöðu sjúkraliða vegna afleysinga í Dagdvöl aldraðra. Um 77% tímabundið starf er að ræða og unnið er á dagvinnutíma. Ef ekki fæst sjúkraliði til starfa þá verður annar ráðinn. Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst.

Laust starf í liðveislu

08.09.2016
Fréttir
Fjölskylduþjónusta Skagafjarðar auglýsir laust starf í liðveislu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Um framtíðarstarf er að ræða.

Lestur er bestur - bókasafnsdagurinn 8. september

07.09.2016
Fréttir
Fimmtudaginn 8. september er alþjóðlegi bókasafnsdagurinn en hann er haldinn til að vekja athygli á mikilvægi bókasafna í samfélaginu og einnig fyrir starfsfólk safna til að gera sér dagamun.

Skagafjörður ekki með í spurningakeppninni Útsvari í vetur

05.09.2016
Fréttir
Spurningakeppni sveitarfélaga, Útsvar, verður á dagskrá Ríkissjónvarpsins í vetur og er það 10. veturinn í röð sem keppnin fer fram.

Leikskólinn Ársalir auglýsir stöðu matráðs á yngra stigi lausa til umsóknar

05.09.2016
Fréttir
Um 80% starf er að ræða. Í starfinu felst frágangur, og uppvask, móttaka á háegisverði og bakstur á brauði fyrir síðdegishressingu. Matráður ákveður hvað er í boði (matseðil) fyrir síðdegishressingu. Sér um mjólkurpöntun og pöntun á því sem þarf fyrir morgunverð og síðdegishressingu.

Ný starfsstöð Tónlistarskóla Skagafjarðar á Sauðárkróki

02.09.2016
Fréttir
Starfsstöð Tónlistarskóla Skagafjarðar á Sauðárkróki mun á næstunni flytja úr Borgarflöt 1 og í húsakynni Árskóla. Undanfarnar vikur hefur verið unnið að breytingum í Árskóla svo koma megi tónlistarkennslunni fyrir þar og er nú verið að leggja lokahönd á þær framkvæmdir.

Laus störf í búsetu fatlaðs fólks á Blönduósi

01.09.2016
Fréttir
Fjölskylduþjónusta Skagafjarðar auglýsir störf á heimilinu Skúlabraut 22, Blönduósi, laus til umsóknar. Um er að ræða eitt 100% starf og tvö hlutastörf. Unnið er í vaktavinnu og umsækjendur þurfa að geta hafið störf 3. október næstkomandi.