Á Vinadeginum 2016 komu saman allir bekkir grunnskólanna og skólahópar leikskólanna í Skagafirði ásamt fyrsta árs nemum FNV og starfsfólki. Dagskráin stóð frá kl 10 - 13 og boðið var upp á pítsu í hádegismat sem vakti mikla lukku.
Kjörskrá Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna Alþingiskosninganna 29. október 2016 liggur frammi í Ráðhúsinu á Sauðárkróki, Skagfirðingabraut 21, alla virka daga kl 9 - 16 frá og með deginum í dag, 19. október, til kjördags.
Sundlaugin í Varmahlíð verður lokuð föstudaginn 21. október vegna vetrarfrís. Vetrarfrí er í grunnskólunum í Skagafirði fimmtudag og föstudag að loknum vinadeginum sem er í dag.
Vinadagurinn í Skagafirði er á morgun 19. október í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Þetta er í fimmta sinn sem Vinadagurinn er haldinn og er almenn ánægja meðal nemenda og starfsfólks skólanna með daginn.