Fara í efni

Framlengdur umsóknarfrestur - Óskum eftir að ráða kvenmann til starfa við sundlaugina á Hofsósi

17.10.2016

Óskum eftir að ráða kvenmann til starfa við sundlaugina á Hofsósi

Upphaf starfs: Frá 1. nóvember 2016 eða eftir samkomulagi.

Starfshlutfall: 45% starfshlutfall. Um framtíðarstarf er að ræða.

Lýsing á starfi: Starf sundalugarvarðar felst m.a. í öryggisgæslu við sjónvarpsskjá og laug, auk eftirlits með öryggiskerfum, afgreiðslu, baðvörslu og þrifum.

Menntunar- og hæfniskröfur: Æskilegt er að viðkomandi hafi náð 20 ára aldri. Æskilegt er að viðkomandi sé með björgunarsundpróf. Viðkomandi þarf að hafa ríka þjónustulund, hæfni í mannlegum samskiptum og samstarfsvilja. Reynsla og menntun er kostur.

Vinnutími: Unnið er í vaktavinnu.

Starfsheiti: Sundlaugarvörður I.

Launakjör: Laun og önnur starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til og með 23. október 2016

Nánari upplýsingar: Þorvaldur Gröndal, í síma 660-4639 eða valdi@skagafjordur.is.

Umsóknir: Umsóknum er greina frá menntun og fyrri störfum skal skilað í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins (laus störf) eða í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins.