Fara í efni

Sveitarfélagið Skagafjörður óskar eftir að ráða félagsráðgjafa tímabundið

12.10.2016

Sveitarfélagið Skagafjörður óskar eftir að ráða félagsráðgjafa tímabundið

Tímabil starfs: Frá 1. janúar 2017 til 31. desember 2017.

Starfshlutfall: 100%.

Lýsing á starfi: Félagsráðgjafi annast almenna félagslega ráðgjöf, ráðgjöf við foreldra og börn, barnavernd, fjárhagsaðstoð, húsnæðismál og önnur verkefni félagsþjónustu. Samstarf í teymum, ráðum og starfshópum og samvinna við aðrar stofnanir sveitarfélagsins, t.d. við leik- og grunnskóla er snar þáttur í starfinu. Hann stýrir sjálfur, í samráði við yfirmenn, daglegri starfsemi varðandi ofangreind verkefni. Hann hefur frumkvæði að skipulagningu daglegra starfa sinna með hliðsjón af samþykktum og reglum sveitarfélagsins og starfsáætlun fjölskyldusviðs sem byggir á hugmyndinni um samþætta og heildstæða fjölskylduþjónustu.

Menntunar- og hæfniskröfur: Starfsréttindi sem félagsráðgjafi. Reynsla á sviði barnaverndar. Samstarfshæfni og reynsla af teymisvinnu. Þarf að geta unnið sjálfstætt og skipulega.

Starfsheiti: Verkefnastjóri með sértæka ábyrgð.

Launakjör: Starfið hentar konum jafnt sem körlum. Laun og önnur starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Félagsráðgjafafélag Íslands.

Umsóknarfrestur er til og með 26. október 2016

Nánari upplýsingar: Gunnar M. Sandholt, félagsmálastjóri í síma 897-5485 og 455-6000 eða sandholt@skagafjordur.is.

Umsóknir: Umsóknum er greina frá menntun og fyrri störfum skal skilað í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins (laus störf) eða í gegnum íbúagátt sveitarfélagins.