Fara í efni

Fréttir

Fjölskylduþjónusta Skagafjarðar auglýsir laust til umsóknar tímabundið starf á sambýlinu í Fellstúni

07.12.2016
Fréttir
Starfið er laust frá miðjum janúar 2017 til maíloka 2017.

Tímabundnar breytingar hjá Brunavörnum Skagafjarðar

02.12.2016
Fréttir
Vernharð Guðnason, slökkviliðsstjóri, er kominn í launalaust leyfi og mun Svavar Atli Birgisson taka við starfi slökkviliðsstjóra í fjarveru hans.

Lestur er börnum bestur

01.12.2016
Fréttir
Í tengslum við gerð lestrarstefnu fyrir alla leik-, grunn- og tónlistarskóla Skagafjarðar efndi lestrarteymi skólanna til samkeppni um besta slagorðið fyrir stefnuna. Mörg flott slagorð voru send inn frá fjölmörgum aðilum. Vinningstillagan kom frá Rögnu Fanneyju Gunnarsdóttur, leikskólakennara í leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki.

Sveitarstjórnarfundur 23. nóvember 2016

30.11.2016
Fréttir
Upptaka frá fundi Sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 23. nóvember 2016 er komin inn á vefinn.

Opið hús í Iðju á föstudag

28.11.2016
Fréttir
Í tilefni af Alþjóðadegi fatlaðs fólks 3. desember nk. verður opið hús í Iðju við Sæmundarhlíð föstudaginn 2. desember frá kl. 10:00-15:00. Um kl. 14:00 kemur góður gestur og skemmtir.

Jólaljós tendruð á jólatrénu á Kirkjutorgi - rétt dagskrá

23.11.2016
Fréttir
Jólaljósin verða tendruð á jólatrénu á Kirkjutorgi á Sauðárkróki næstkomandi laugardag 26. nóvember kl 15:30. Þau leiðu mistök áttu sér stað að röng dagskrá birtist í Sjónhorninu sem kom út í dag.

Heitavatnslaust fram eftir degi á Víðigrund

21.11.2016
Fréttir
Vegna viðgerðar á stofnlögn verður heitavatnslaust fram eftir degi á Víðigrund á Sauðárkróki. Beðist er velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.

Seinkun á sorphirðu

18.11.2016
Fréttir
Vegna veðurs og slæmrar færðar verður seinkun á sorphirðu um 1-2 daga í efri bænum á Sauðárkróki (Hlíða- og Túnahverfi), í Hegranesi og í Varmahlíð. Móttökustöð Flokku verður opin samkvæmt áætlun.

Lestur úr nýjum bókum

18.11.2016
Fréttir
Miðvikudagskvöldið 23. nóvember næstkomandi kl 20 verður lesið úr nýjum bókum í Safnahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki. Það koma fjórir rithöfundar í heimsókn og lesa úr nýútkomnum bókum sínum.