Jólaljós tendruð á jólatrénu á Kirkjutorgi - rétt dagskrá

Jólasveinn á Kirkjutorginu 2015
Jólasveinn á Kirkjutorginu 2015

Jólaljósin verða tendruð á jólatrénu á Kirkjutorgi á Sauðárkróki næstkomandi laugardag 26. nóvember kl 15:30. Þau leiðu mistök áttu sér stað að röng dagskrá birtist í Sjónhorninu sem kom út í dag.

Rétta dagskrá má nálgast hér en hún nær yfir vikuna 25. nóvember til föstudagsins 2. desembers.

Barnakór Sauðárkrókskirkju tekur lagið á Kirkjutorginu einnig Anna Karen og Þórgunnur og Fúsi Ben og Vordísin. Sigríður Svavarsdóttir forseti sveitarstjórnar flytur hátíðarávarp og jólasveinarnir mæta á svæðið.

Jólatréð er eins og ávallt gjöf frá vinum okkar í Kongsberg í Noregi.