Lestur er börnum bestur

Ragna Fanney Gunnarsdóttir átti vinningstillöguna.
Ragna Fanney Gunnarsdóttir átti vinningstillöguna.

Í tengslum við gerð lestrarstefnu fyrir alla leik-, grunn- og tónlistarskóla Skagafjarðar efndi lestrarteymi skólanna til samkeppni um besta slagorðið fyrir stefnuna.  Mörg flott slagorð voru send inn frá fjölmörgum aðilum.  Vinningstillagan kom frá Rögnu Fanneyju Gunnarsdóttur, leikskólakennara í leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki og er hún svona: „Lestur er börnum bestur“.   Voru Rögnu  veitt verðlaun á fræðsludegi helguðum lestri og læsi sem haldinn var í Skagafirði þann 11. nóvember síðastliðinn.

Um leið og Rögnu Fanneyju er óskað til hamingju með þetta góða og hvetjandi slagorð eru foreldrar og aðrir aðstandendur hvattir til að lesa fyrir og með börnum sínum.