Opið hús í Iðju á föstudag

Í tilefni af Alþjóðadegi fatlaðs fólks 3. desember nk. verður opið hús í Iðju við Sæmundarhlíð föstudaginn 2. desember frá kl. 10:00-15:00.

Um kl. 14:00 kemur góður gestur og skemmtir.

Jólate iðjusamra ásamt meðlæti verður á boðstólnum. Það eru allir velkomnir og starfsfólk Iðju hlakkar til að taka á móti ykkur.