Seinkun á sorphirðu

Sorphirða í Skagafirði er á hendi ÓK Gámaþjónustu
Sorphirða í Skagafirði er á hendi ÓK Gámaþjónustu

Vegna veðurs og slæmrar færðar verður seinkun á sorphirðu um 1-2 daga í efri bænum á Sauðárkróki (Hlíða- og Túnahverfi), í Hegranesi og í Varmahlíð. Móttökustöð Flokku verður opin samkvæmt áætlun í dag frá kl. 9-17, á morgun laugardag frá kl. 11-15, og á sunnudag frá kl. 16-18. Flokka er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9-18. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.