Fara í efni

Vinadagur í skólum Skagafjarðar

20.10.2016
Samverustund allra árganga á Vinadegi

Á Vinadeginum 2016 komu saman allir bekkir grunnskólanna og skólahópar leikskólanna í Skagafirði ásamt fyrsta árs nemum FNV og starfsfólki. Dagskráin stóð frá  kl. 10-13 og boðið var upp á pítsu í hádegismat sem vakti mikla lukku.

Í ár var lögð meiri áhersla á samveru árganganna en áður og voru þeir saman um morguninn. Dagskránni var slitið í íþróttahúsinu með söng, dans og gleði þar sem allir komu saman og var öllum íbúum sveitarfélagsins boðið að vera með af því tilefni. 

Vinateymið, skipuleggjendur dagsins, telja að uppsetningin og fyrirkomulagið hafi komið vel út og flestir séu ánægðir með daginn. Telja má að heildarfjöldi þeirra sem tóku þátt í Vinadeginum í ár hafi verið um 650 manns.
Vinateymið vill koma þökkum á framfæri til allra þeirra sem komu að deginum og hlakka þau til næsta árs.

Vinadagur í Skagafirði

Vinadagur í Skagafirði

Vinadagur í Skagafirði

Vinadagur í Skagafirði