Byggðasafn Skagfirðinga hlýtur Íslensku safnaverðlaunin 2016
13.07.2016
Fréttir
Byggðasafn Skagfirðinga hlaut í dag Íslensku safnaverðlaunin er þau voru afhent í 10. sinn við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Í rökstuðningi dómnefndar kemur fram að starfsemi safnsins sé metnaðarfull og yfirgripsmikil, þar sem hlúð er að hverjum þætti safnastarfsins á faglegan hátt. Verðlaunaféð nemur einni milljón króna.