Borhola við Langhús í Fljótum

Borholan við Langhús. Mynd Skagafjarðarveitur
Borholan við Langhús. Mynd Skagafjarðarveitur

Ný kröftug borhola við Langhús í Fljótum lofar mjög góðu en þetta er þriðja holan sem boruð er á svæðinu. Ráðist var í borun holunnar til þess að reyna að auka vatnsmagnið á svæðinu upp í 8 til 10 lítra á sekúndu hið minnsta. Síðasta haust var borað niður á ca 100 m dýpi og gaf holan þá um 1 lítra á sekúndu. Byrjað var aftur að bora um miðjan júní og við 170 m dýpi var holan farin að gefa um 15 - 20 lítra af 100° heitu vatni. Vatnið er sjálfrennandi og mikill þrýstingur þannig að erfitt var að koma fyrir loka á holutoppinn segir á vef Skagafjarðarveitna enda stóð strókurinn upp í um 20 m hæð. Á næstu dögum verður heildarrennsli og þrýstingur kannað betur og komið fyrir mótorloka til að stjórna rennslinu.

Nánar má lesa um borholuna á vef Skagafjarðarveitna.