Auglýsing um skipulagslýsingu vegna deiliskipulags Flæða og íþróttasvæðis á Sauðárkróki

Flæðar og íþróttasvæði
Flæðar og íþróttasvæði

Gerð hefur verið skipulagslýsing vegna fyrirhugaðs deiliskipulags fyrir Flæðar og íþróttasvæðið við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.

Skipulagslýsingin gerir ráð fyrir nýju deiliskipulagi á skipulagssvæðinu, nýjum byggingarreitum, stækkun og breytingum á núverandi byggingarreitum. 

Framangreind skipulagslýsing var samþykkt á fundi Skipulags- og byggingarnefndar þann 23. júní og á fundi sveitarstjórnar þann 29. júní 2016.

Skipulagslýsingin er aðgengileg hér á heimasíðunni undir, auglýsingar um skipulagsmál,  og verður til sýnis í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut  frá 6. - 26. júlí. 

Skriflegum ábendingum við skipulagslýsinguna  skal skila til skipulags – og byggingarfulltrúa  í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut eigi síðar en 26. júlí 2016.