Fjölskylduþjónusta Sveitarfélagsins Skagafjarðar auglýsir eftir starfsmanni í fullt starf í afleysingar við heimaþjónustu á Sauðárkróki og nágrenni. Hlutastarf kemur einnig til greina. Einnig auglýsum við eftir starfsmanni í hlutastarf austan Vatna, á Hofsósi og nágrenni.
Í dag hófst vinabæjamót í Skagafirði en um 30 manns frá hinum Norðurlöndunum komu í fjörðinn í gærkvöldi. Vinabæirnir eru Espoo í Finnlandi, Køge í Danmörku, Kristianstad í Svíþjóð og Kongsberg í Noregi.
Ársreikningur ársins 2015 var samþykktur við síðari umræðu í sveitarstjórn þann 25. maí síðastliðinn. Niðurstaða rekstrar A og B hluta sveitarsjóðs er neikvæð um 97 milljónir króna.