Fara í efni

Fréttir

Persónuleg aðstoð á heimili í nágrenni Varmahlíðar

14.04.2016
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður óskar eftir að ráða kvenmann til þess að sinna persónulegri aðstoð við konu á heimili hennar í nágrenni Varmahlíðar. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Úrslit stóru upplestrarkeppni sjöundu bekkja

13.04.2016
Fréttir
Stóra upplestrarkeppnin var haldin í sal bóknámshúss FNV í gær og þar öttu kappi tólf nemendur úr öllum grunnskólum Skagafjarðar og lásu textabút úr sögu og tvö ljóð. Nemendurnir stóðu sig með stakri prýði og báru þess glöggt vitni að hafa æft sig af kappi og fengið góða þjálfun hjá kennurum sínum. Nemendur Tónlistarskóla Skagafjarðar léku svo nokkur lög fyrir gesti hátíðarinnar.

Sundlaugin á Hofsósi lokuð 14. apríl

13.04.2016
Fréttir
Sundlaugin á Hofsósi verður lokuð fimmtudaginn 14. apríl. Það er hið venjubundna árlega viðhald sem er ástæða lokunarinnar.

Vísnakeppni Safnahússins - Ýmsar sögur segja má

13.04.2016
Fréttir
Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga er fastur liður í aðdraganda Sæluviku Skagfirðinga og nýtur mikilla vinsælda. Margir glíma við fyrripartana og senda inn botna sem og semja vísur um fyrirfram gefið efni. Safnahús Skagfirðinga stendur enn vaktina og sendir út fyrriparta til hagyrðinga sem fyrr og verður hún með sama sniði og undanfarin ár.

Samfélagsverðlaun Skagafjarðar

12.04.2016
Fréttir
Á setningu Sæluviku Skagfirðinga 2016 verða veitt Samfélagsverðlaun Skagafjarðar í fyrsta sinn. Verðlaunin verða veitt árlega þeim einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum í Sveitarfélaginu Skagafirði sem þykir standa sig afburðavel í að efla skagfirskt samfélag.

Sumarafleysing við sambýlið Grundartúni, Hvammstanga

11.04.2016
Fréttir
Laust er til umsóknar umönnunarstarf við Sambýlið á Hvammstanga. Um er að ræða sumarafleysingu frá 1. júní til 31. ágúst

Fundur sveitarstjórnar 13. apríl 2016

11.04.2016
Fréttir
Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn miðvikudaginn 13. apríl kl. 16:15 á Ströndinni - Sæmundargötu 7

Stóra upplestrarkeppnin 12. apríl

11.04.2016
Fréttir
Nú er komið að lokahátíð stóru upplestrarkeppni 7. bekkja grunnskólanna í Skagafirði. Hátíðin fer fram í sal bóknámshúss fjölbrautaskólans þriðjudaginn 12. apríl kl 17.

Kynningarfundur rammaáætlunar í Miðgarði

11.04.2016
Fréttir
Verkefnisstjórn rammaáætlunar kynnir drög að tillögu sinni að flokkun virkjunarkosta í menningarhúsinu Miðgarði, þann 12. apríl nk. milli kl 20-22 segir í fréttatilkynningu frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.