Fara í efni

Fréttir

Mikið um að vera í Skagafirði um páskana

23.03.2016
Fréttir
Það verður líf og fjör í Skagafirði um páskana hvort sem fólk vill fara á skíði, hlusta á góða tónlist eða fara til kirkju. Skíðasvæðið í Tindastóli verður opið alla dagana kl 11-16 og árlegt skíðagöngumót verður í Fljótunum á föstudaginn langa.

Opnunartímar sundlauga um páskana 2016

22.03.2016
Fréttir
Sundlaugarnar í Skagafirði erum með breyttan opnunartíma um páskana. Opið er alla páskadagana í sundlaugunum á Sauðárkróki og Hofsósi en lokað í Varmahlíðarlaug á föstudaginn langa og páskadag. Nánar

Sambýlið Blönduósi óskar eftir sumarstarfsfólki

21.03.2016
Fréttir
Sambýlið Blönduósi óskar eftir tveimur sumarstarfsmönnum í 100% starf. Í öðru starfinu þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst en í hinu frá 1. júní nk. Möguleiki er á áframhaldandi ráðningu eftir sumarið.

Heitavatnslaust í Hlíða- og Túnahverfi í dag

21.03.2016
Fréttir
Loka þarf fyrir heita vatnið í Hlíða- og Túnahverfi vegna viðgerðar eftir hádegið. Byrjað verður kl. 14:00 og mun viðgerðin standa eitthvað fram eftir degi. Skagafjarðarveitur biðjast velvirðingar á truflunum sem þetta kann að valda.

Fyrsti fundur sveitarstjórnar í nýju húsnæði

17.03.2016
Fréttir
Fyrsti fundur sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar í nýjum fundarsal í Húsi frítímans var haldinn í gær. Nú verður hægt að fylgjast með fundunum í beinni í mynd en fundirnir verða teknir upp og sendir beint út á Youtube.

Góður árangur í Skólahreysti

17.03.2016
Fréttir
Grunnskólarnir í Skagafirði tóku þátt í undankeppni Skólahreystis sem fram fór í íþróttahöllinni á Akureyri í gær. Stóðu allir keppendur skólanna sig með prýði en að lokum fór svo að Árskóli sigraði í 8. riðli og mun taka þátt í lokakeppninni

Sumarstörf hjá Byggðasafni Skagfirðinga

16.03.2016
Fréttir
Byggðasafn Skagfirðinga auglýsir eftir safn- og staðarvörðum á sýningum safnsins og upplýsingaverum í Glaumbæ og Minjahúsinu á Sauðárkróki í sumar.

Fundur í Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar

15.03.2016
Fréttir
Fundur verður haldinn í Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar miðvikudaginn 16. mars 2016 kl. 16:15

Laus störf við Leikskólann Ársali

11.03.2016
Fréttir
Leikskólakennarar óskast í tvær 100% stöður við Leikskólann Ársali á Sauðárkróki. Um tímabundin störf er að ræða. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem allra fyrst.