Gerð hefur verið skipulagslýsing vegna fyrirhugaðs deiliskipulags fyrir Hegranesþingstað í landi Garðs í Hegranesi. Skipulagslýsingin gerir ráð fyrir nýju deiliskipulagi fyrir hinn forna þingstað og nánasta umhverfi, svæðið er í dag lítið afmarkað. Skipulagssvæðið er um 12,5 ha að stærð.
Iðjan, dagvist fyrir fatlað fólk, var formlega opnuð í nýju húsnæði við Sæmundarhlíð í gær. Nýja húsnæðið er bjart og rúmgott og eru bæði notendur Iðjunnar og starfsfólk mjög ánægðir með flutningana.
Á 738. fundi byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem haldin var í morgun 28. apríl var samþykkt að auglýsa og óska eftir tilboðum í gamla Árvistarhúsið við Freyjugötu.
Leikskólinn Birkilundur í Varmahlíð auglýsir lausar stöður leikskólakennara frá 8. ágúst 2016. Ef ekki berast umsóknir frá leikskólakennurum með leyfisbréf er heimilt að ráða leiðbeinanda í stöðuna.
Gerð hefur verið skipulagslýsing vegna fyrirhugaðs deiliskipulags fyrir lóðirnar Skagfirðingabraut 51 og Ártorg 1 á Sauðárkróki. Skipulagslýsingin gerir ráð fyrir nýju deiliskipulagi fyrir lóðirnar sem felur í sér breytingu og stækkun byggingarreita og breytingar á innbyrðis lóðarmörkum.
Sæluvika Skagfirðinga var sett í Safnahúsinu á Sauðárkróki fyrr í dag. Var þar m.a. opnuð glæsileg myndlistarsýning Hallrúnar Ásgrímsdóttur, tilkynnt úrslit í Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga og opinberað hver hlyti fyrstu Samfélagsverðlaun Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Nemendur úr Tónlistarskóla Skagafjarðar léku nokkur lög á milli ávarpa.
Nú er Sæluvikan framundan en setning hennar verður í Safnahúsinu sunnudaginn 24. apríl kl 14. Sæluvikan er gamall menningarviðburður en upphaflega kallaðist vikan Sýslufundarvika og þá kom sýslunefnd Skagafjarðarsýslu saman til fundarhalda.