Skipulagslýsing vegna deiliskipulags Skagfirðingabrautar 51 og Ártorgs 1

Mjólkursamlag KS
Mjólkursamlag KS

Auglýsing um skipulagslýsingu vegna deiliskipulags lóðanna Skagfirðingabrautar 51 og Ártorgs 1 á Sauðárkróki. 

 Gerð hefur verið skipulagslýsing vegna fyrirhugaðs deiliskipulags fyrir lóðirnar Skagfirðingabraut 51 og Ártorg 1 á Sauðárkróki. Skipulagslýsingin gerir ráð fyrir nýju deiliskipulagi fyrir lóðirnar sem felur í sér breytingu og stækkun  byggingarreita og breytingar á innbyrðis lóðarmörkum. 

 Framangreind skipulagslýsing var samþykkt á fundi Skipulags- og byggingarnefndar þann 11. apríl 2016 og staðfest á fundi sveitarstjórnar þann 13. apríl 2016.

Skipulagslýsingin er til sýnis á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar  og í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut 17-21  frá 24. apríl til 17. maí 2016.

 Ábendingum við skipulagslýsinguna  skal skila til skipulags – og byggingarfulltrúa  í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut eigi síðar en 17. maí 2016 og skulu þær vera skriflegar.

 

 Sauðárkróki 22. apríl 2016

Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi