Mikið um að vera í Skagafirði um páskana

Frá skíðasvæðinu í Tindastóli
Frá skíðasvæðinu í Tindastóli

Það verður líf og fjör í Skagafirði um páskana hvort sem fólk vill fara á skíði, hlusta á góða tónlist eða fara til kirkju. Skíðasvæðið í Tindastóli verður opið alla dagana kl 11-16 og árlegt skíðagöngumót verður í Fljótunum á föstudaginn langa.

Kvennatölt Norðurlands verður í reiðhöllinni Svaðastöðum á skírdag, á laugardeginum verður opið í Maddömukoti og páksabingó Neista í Höfðaborg svo eitthvað sé nefnt. Einnig er hægt að fara á tónleika, í bíó, í sund og hlusta á lestur Passíusálma Hallgríms Péturssonar.

Dagskrána má nálgast hér.