Fara í efni

Stóra upplestrarkeppnin 12. apríl

11.04.2016
Stóra upplestrarkeppnin 20 ára

Nú er komið að lokahátíð stóru upplestrarkeppni 7. bekkja grunnskólanna í Skagafirði. Hátíðin fer fram í sal bóknámshúss fjölbrautaskólans þriðjudaginn 12. apríl kl 17.

Á hátíðinni munu þeir nemendur sem valdir voru úr skólunum í héraðinu lesa brot úr skáldverki og ljóð. Dómnefndar bíður svo það erfiða hlutverk að velja þrjá bestu upplesarana. Nemendur frá Tónlistarskóla Skagafjarðar koma fram og leika á hljóðfæri en þetta er í tuttugusta skipti sem keppnin er haldin.

Allir eru velkomnir á hátíðina til að njóta góðs upplesturs.