Fara í efni

Ársreikningur 2015 samþykktur í sveitarstjórn

27.05.2016
Ársreikningur 2015

Ársreikningur ársins 2015 var samþykktur við síðari umræðu í sveitarstjórn þann 25. maí síðastliðinn.  Niðurstaða rekstrar A og B hluta sveitarsjóðs er neikvæð um 97 milljónir króna.   Lagðar voru fram þrjár bókanir um ársreikninginn og má finna þær hér í fundargerð sveitarstjórnar.

Rekstrartekjur voru í heildina 4,3 miljarðar króna og hækkuðu þær um 9,7% á milli ára. Rekstrarútgjöld önnur en fjármagnsliðir hækkuðu um 13,2% og námu samtals 4,1 milljörðum króna.  Laun og launatengd gjöld voru 2.401 milljónir króna á árinu 2015 og hækkaði þessi rekstrarliður um 14,1% frá árinu 2014 sem rekja má til kjarasamningshækkana launa og leiðréttingar á starfsmati.

Fjárfestingahreyfingar samstæðunnar námu á árinu 2015, 351 millj. króna. Fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum voru 366 millj. króna. Afborganir langtímalána námu 358 millj. króna, handbært fé lækkaði um 5 millj. króna á árinu og nam það 7 millj. króna í árslok. Tekin ný langtímalán og skuldbreytingar voru að fjárhæð 334 millj. króna.

Skuldir og skuldbindingar voru í árslok 2015  samtals 6.056 millj. króna, þ.a. hjá A hluta 4.772 millj. króna.  Langtímaskuldir námu alls 3.711 millj. króna hjá A og B hluta auk 368 millj. króna næsta árs afborgana.  Eigið fé nam 1.653 millj. króna hjá samstæðunni  í árslok og eiginfjárhlutfall 21%. Af þessari tölu nam eigið fé A hluta 1.040 millj. króna og eiginfjárhlutfall 18%. Lífeyrisskuldbindingar nema 1.057 millj. króna í árslok og hækkuðu á árinu um 107 millj. króna nettó vegna aukinna lífeyrisréttinda.

Í 64. gr. sveitarstjórnarlaga er kveðið á um að heildarskuldir og skuldbindingar A og B hluta í reikningsskilum skv. 60. gr. megi ekki vera hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum. Frá heildarskuldum og skuldbindingum er heimilt að draga frá hluta lífeyrisskuldbindinga sem og tekjur og skuldir veitna. Hjá Sveitarfélaginu Skagafirði er skuldahlutfall í ársreikningi fyrir árið 2015, 140% án þess að dreginn sé frá sá hluti af heildarskuldum og skuldbindingum sem heimilað er.

Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2015
Greinargerð sveitarstjóra vegna ársreiknings 2015