Fara í efni

Leikskólinn Ársalir auglýsir stöðu matráðs á yngra stigi lausa til umsóknar

05.09.2016

Matráður á yngra stigi

Leikskólinn Ársalir auglýsir stöðu matráðs á yngra stigi lausa til umsóknar. Um 80% starf er að ræða og vinnutíminn er frá kl. 09:00 til 15:30. Í starfinu felst frágangur og uppvask, móttaka á hádegisverði og bakstur á brauði fyrir síðdegishressingu. Matráður ákveður hvað er í boði (matseðil) fyrir síðdegishressingu. Sér um mjólkurpöntun og pöntun á því sem þarf fyrir morgunverð og síðdegishressingu. Sér um þrif í eldhúsi, þvottahúsi og kaffistofu, nema gólfin. Matráður sér einnig um allan þvott á yngra stigi.

Menntunar- og hæfniskröfur: Æskilegt er að umsækjendur séu með reynslu á sviði matreiðslu í mötuneytum eða veitingahúsum. Mikilvægt er að viðkomandi hafi faglegan metnað og búi yfir hæfni í mannlegum samskiptum. Starfsmaður þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Umsóknarfrestur er til og með 20. september 2016

Starfið hentar konum jafnt sem körlum. Laun og önnur starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Anna Jóna Guðmundsdóttir, leikskólastjóri, í síma 455-6090 / 899-1593 eða annajona@skagafjordur.is

Umsóknum sem greina frá menntun og fyrri störfum skal skila í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins (laus störf) eða í gegnum íbúagáttina.