Fara í efni

Laus störf í búsetu fatlaðs fólks á Blönduósi

01.09.2016

Fjölskylduþjónusta Skagafjarðar auglýsir störf á heimilinu Skúlabraut 22, Blönduósi, laus til umsóknar. Um er að ræða eitt 100% starf og tvö hlutastörf. Unnið er í vaktavinnu og umsækjendur þurfa að geta hafið störf 3. október n.k.

Starfið felst í aðstoð við fatlað fólk við athafnir daglegs lífs og að sinna líkamlegum og félagslegum þörfum eftir því sem við á.

Menntunar- og hæfniskröfur:

Leitað er að einstaklingum sem hafa áhuga á að starfa með fötluðu fólki og hafa til að bera lipurð í mannlegum samskiptum. Lögð er áhersla á gagkvæma virðingu, háttvísi, stundvísi og vera tilbúinn til að tileinka sér nýjar hugmyndir og hafa metnað í starfi. Þekking og reynsla af starfi með fötluðu fólki er kostur. Þroskaþjálfamenntun er kostur. Umsækjendur skulu hafa náð 20 ára aldri.

Umsóknarfrestur er til og með 20. september 2016

Starfið hentar konum jafnt sem körlum. Laun og önnur starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Turid Rós Gunnarsdóttir, forstöðumaður, í síma 852-8960 eða sambyli@felahun.is

Umsóknum sem greina frá menntun og fyrri störfum skal skila í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is (laus störf).