Fara í efni

Námsferð til Skotlands

06.10.2016
Kennslustund í Skotlandi

Dagana 26. – 28. september síðastliðinn fóru stjórnendur í skólum Skagafjarðar og starfsmenn á fjölskyldusviði sveitarfélagsins í námsferð til Skotlands. Ferðin var liður í verkefni sem fræðsluþjónusta sveitarfélagsins stendur fyrir og kallast ,,Innra og ytra mat í skólum Skagafjarðar“. Verkefnið hlaut myndarlegan styrk frá Erasmus + menntaáætluninni til tveggja ára og miðar að því annars vegar að þýða og staðfæra gæðastaðla í leik- og grunnskólum Skagafjarðar fyrir innra starf skólanna og hins vegar að þróa nýja gæðastaðla fyrir svokallað ytra mat sveitarfélagsins í skólastarfi. Menntamálayfirvöld í Skotlandi (Education Scotland) hafa góðfúslega veitt fræðsluþjónustunni leyfi til að þýða og nota þeirra gæðakerfi sem þeir hafa þróað og notað um áratugaskeið.Námsferð í Skotlandi

 Sveitarfélagið West Lothian tók á móti hópnum og hófst ferðin á kynningu á aðferðum ytra mats í skólastarfi í ráðhúsi þeirra í Livingstone. Alls voru sjö skólar heimsóttir á leik – og grunnskólastigi. Í skólunum var teymum ytra mats fylgt eftir á vettvangi. Teymin samanstanda af skólastjórnendum og starfsmönnum fræðsluþjónustu og hlutverk þeirra er að meta stöðu hvers skóla og möguleika hans til umbóta  með því m.a. að fylgjast með námi nemenda, ræða við rýnihópa kennara, deildarstjóra, almennra starfsmanna, foreldra og nemenda. Í matsaðferðinni er umbótamiðuð hugsun í brennidepli. Áhersla er lögð á samvinnu á milli skóla og að góðu verklagi sé deilt, innan skólans og á milli skólanna.

 Skólar í Skagafirði hafa notað aðferðir Skota við innra mat í skólastarfi um árabil. Ætlunin er að nýta jafnframt leiðir Skota í ytra mati á Námsferð í Skotlandiskólastarfi  í sveitarfélaginu. Markmið ferðarinnar var að kynnast þeim aðferðum og finna leiðir til þess að aðlaga og staðfæra þær í skólaumhverfi Skagafjarðar.  Með þeim hætti hyggst fræðsluþjónustan ná að uppfylla lagalega skyldur varðandi ytra mat og fá í hendurnar gott tæki til áframhaldandi uppbyggingar skólastarfs í Skagafirði.

 

 

 Leikskólastjórar í námsferð