Úrslit eru ljós í Ræsingu Skagafjarðar, en Ræsing Skagafjarðar er samkeppni sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands í samvinnu við Sveitarfélagið Skagafjörð og Kaupfélag Skagfirðinga efndu til um góðar viðskiptahugmyndir í Skagafirði, og var einstaklingum, hópum og fyrirtækjum boðið að sækja um þátttöku í verkefninu.
Þátttakendur fengu 10 vikur til að...
Frá og með mánudeginum 27. maí opnar Sundlaug Sauðárkróks kl 6:50 á virkum dögum. Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir við endurbætur og hefur opnunartíminn verið takmarkaður eftir að laugin opnaði aftur. Nú geta fastir morgungestir laugarinnar tekið upp fyrri venjur og byrjað daginn á hressandi morgunsundi.
Úrslit í stærðfræðikeppni Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Menntaskólans á Tröllaskaga og níundu bekkja í grunnskólum á Norðurlandi vestra og Tröllaskaga fór fram í Ólafsfirði í gær og var nemandi úr Árskóla á Sauðárkróki í þriðja sæti,.
Nú stendur yfir skráning í Vinnuskóla Skagafjarðar fyrir börn fædd 2003-2006, nemendur 7.-10. bekkjar. Skráning er á heimasíðu sveitarfélagsins ásamt öllum upplýsingum um reglur skólans, laun o.fl.
Gunnar Gíslason hjá Starfsgæðum ehf hefur á síðastliðnum mánuðum unnið að úttekt á grunnskólum Skagafjarðar. Í úttektinni voru ýmsir þættir skoðaðir s.s. aðstaða til skólastarfs, rekstur, þjónustustig, stoðþjónusta, viðhorf til skólans, starfshættir o.fl. Leitast var við að leggja mat á starfsemina og m.a. horft til annarra skóla sem telja má sambærilega.
Umhverfisdagar Skagafjarðar 2019 voru haldnir 15. – 19. maí sl. og þóttu heppnast vel. Dagskráin í ár var fjölbreyttari en áður hefur verið þar sem 30 ár eru síðan að Umhverfisdagurinn var fyrst haldinn í Skagafirði. Áskorandakeppni þar sem fyrirtæki og stofnanir fóru út að fegra sitt nær umhverfi og skora svo á aðra í gegnum samfélagsmiðla að...