Fara í efni

Nemandi úr Árskóla í þriðja sæti í stærðfræðikeppni

24.05.2019
Keppendur í stærðfræðikeppninni. Mynd Menntaskólinn á Tröllaskaga

Úrslit í stærðfræðikeppni Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Menntaskólans á Tröllaskaga og níundu bekkja í grunnskólum á Norðurlandi vestra og Tröllaskaga fór fram í Ólafsfirði í gær og var nemandi úr Árskóla á Sauðárkróki í þriðja sæti.

Hjalti Freyr Magnússon, Grunnskóla Húnaþings vestra varð í fyrsta sæti, Þorsteinn Jakob Klemensson í Dalvíkurskóla í öðru og Jóhann Gunnar Eyjólfsson í Árskóla í þriðja sæti. Á vef Menntaskólans á Tröllaskaga segir að allir keppendur hafi fengið smá glaðning að keppni lokinni og vegleg verðlaun hafi verið veitt fyrir þrjú efstu sætin.  Þetta er í tuttugusta og annað sinn sem keppnin er haldin og var hún jöfn og spennandi og keppendur allir sjálfum sér og skólum sínum til sóma.