Leikskólastjóri óskast til starfa við leikskólann Ársali
12.04.2019
Fréttir
Vilt þú vera hluti af öflugu stjórnandateymi í leik- og grunnskólum Skagafjarðar? Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir stöðu leikskólastjóra lausa til umsóknar. Ráðið verður í stöðuna frá 1. júní 2019 eða eftir samkomulagi. Leikskólinn Ársalir er níu deilda leikskóli sem er rekinn í tveimur húsum, yngra og eldra stig.